Fótbolti.net greinir frá því að leikmaður Breiðabliks, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, hafi greinst með Covid-19 og allt Blikaliðið þurfi því að fara í sóttkví sem og leikmenn KR og Selfoss.

Næsta umferð í efstu deild kvenna átti að fara fram á þriðjudag og miðvikudag þar sem Blikakonur eiga að mæta Þrótturum og á miðvikudag á Selfoss leik gegn Stjörnunni og KR gegn FH.

Ekki er vitað hvort leikirnir muni fara fram og spyr fótbolti.net hreinlega hvort íslandsmótið sé í uppnámi.