Handbolti

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Framkonur byrjuðu tímabilið í á sex marka sigri á Selfossi 30-24 á sama tíma og Haukar unnu 27-18 sigur á nýliðum HK í lokaleikjum 1. umferðar í Olís-deild kvenna í kvöld.

Þórey skilaði fimm mörkum úr horninu. Fréttablaðið/Eyþór

Framkonur byrjuðu tímabilið í á sex marka sigri á Selfossi 30-24 á sama tíma og Haukar unnu 27-18 sigur á nýliðum HK í lokaleikjum 1. umferðar í Olís-deild kvenna í kvöld.

Framarar þurftu að horfa á eftir titlinum í Meistarakeppni HSÍ á dögunum en mættu einbeittar til leiks á Selfossi. Leiddu þær með tveimur mörkum í hálfleik en bættu jafnt og þétt við forskotið.

Að vanda var skyttan Ragnheiður Júlíusdóttir afar öflug í kvöld og skilaði sjö mörkum í sex marka sigri gestanna. Steinunn Björnsdóttir bætti við sex mörkum en hjá heimakonum var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir atkvæðamest með átta mörk.

Úr leik HK og Hauka í Digranesinu í kvöld. Fréttablaðið/Anton

Í seinni leik dagsins tóku nýliðar HK á móti Haukum sem urðu á dögunum Meistarar meistaranna eftir sigur á Fram. Hafnfirðingar spiluðu öflugan varnarleik og leiddu 13-7 í hálfleik.

Gekk þeim vel að loka á alla aðra leikmenn en Sigríði Hauksdóttur sem var með níu mörk en næst markahæsti leikmaður HK í kvöld var með tvö mörk.

Maria Ines Da Silva Pereira og Berta Rut Harðardóttir voru markahæstar í liði Hauka með átta mörk hvor.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Magnaður endasprettur skilaði Haukum sigri

Handbolti

Vignir yfirgefur TTH Holstebro eftir tímabilið

Handbolti

Ljóst hvaða lið munu mætast

Auglýsing

Nýjast

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Fram ræður þjálfara

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Leikstjórnandi ÍR frá næstu vikurnar

Auglýsing