Bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson, kemur til liðsins frá Breiðablik en hann var á láni hjá Víkingum á síðustu leiktíð og varð tvöfaldur meistari með liðinu. Hann spilaði 18 leiki í efstu deild með Víkingum á síðasta tímabili og fjóra leiki í Mjólkurbikarnum.

Þá er bakvörðurinn Davíð Örn Atlason, kominn aftur í Fossvoginn eftir að hafa gengið til liðs við Breiðablik fyrir rúmu ári síðan. Hlutirnir gengu ekki upp fyrir Davíð hjá Breiðablik, meiðsli höfðu áhrif á tíma hans þar og því er það líklegast kærkomið fyrir hann að snúa aftur til Víkinga.

Davíð Örn á að baki 117 leiki í efstu deild fyrir Víking Reykjavík og Breiðablik, í þeim leikjum hefur hann skorað sjö mörk.

Víkingar hafa verið duglegir að styrkja hóp sinn undanfarið. Kyle McLagan, Arnór Borg Guðjohnsen og Birnir Snær Ingason hafa gengið til liðs við félagið en það hafa einnig lykilleikmenn horfið á braut. Helst ber að nefna Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen sem hafa báðir lagt knattspyrnuskóna á hilluna.