Fótbolti

​„Ísland var betri aðilinn fyrstu 15 mínúturnar“

Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, var feginn að lærisveinar hans stóðust sóknarlotur íslenska liðsins á upphafsmínútum leiksins í kvöld.

Martinez fylgist með af hliðarlínunni. Fréttablaðið/Getty

Ísland var betri aðilinn fyrstu 15. mínútur leiksins en okkur tókst vel að takast á við það og snúa leiknum okkur í hag,“ sagði Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, auðmjúkur í leikslok.

„Okkur tókst vel að loka á sóknarlotur Íslands, hvaðan sem þær komu. Svo tókst okkur betur að ná tökum á leiknum og gátum skorað fleiri en mörkin þrjú. Við lærðum margt af þessum leik og erum ánægðir að okkur tókst að standast íslensku pressuna í byrjun. Ef Ísland hefði skorað á fyrstu mínútunum, þá erum við með allt annan leik.“

Hann tók lítið mark af leik Íslands gegn Sviss.

„Það hefur ýmislegt verið sagt um þann leik, það var lítið hægt að vera við undramarkinu sem Sviss skorar fyrst og svo koma tvö mörk úr föstum leikatriðum. Eftir það breytist leikurinn. Ísland er afar agað lið og öflugan varnarleik og í dag gerðu þeir vel að koma Gylfa inn í leikinn. Þeir voru ógnandi í skyndisóknum þótt að okkur hafi tekist vel að loka á Gylfa og íslenska liðið.“

Belgar eyddu góðum tíma í að undirbúa sig fyrir föst leikatriði íslenska liðsins.

„Ísland getur alltaf ógnað með föstum leikatriðum en við erum með hávaxið lið og leikmenn mínir héldu einbeitingu vel. Ef þú gerir það vel geturu sótt með skyndisóknum sem tókst ágætlega.“

Romelu Lukaku skoraði tvö í dag og lagði upp annað. Hann hefur blómstrað með Belgíu eftir að Martinez tók við.

„Ég hef þekkt hann lengi og vissi fyrir fram hvernig hann myndi njóta sín best og myndi skila mestu til liðsins. Hann er markaskorari og við krefjumst þess af honum að hann sé á réttum stöðum til að skora mörk.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Nani að semja við lið í MLS

Fótbolti

Juventus unnið 21 af 24 leikjum

Fótbolti

Juventus horfir til Salah og Klopp

Auglýsing

Nýjast

„Léttir að vinna loksins titil og fá ártal á vegginn“

„Setjum þetta í reynslubankann“

Helena: Magnað að vinna titilinn með Guðbjörgu

„Löngu kominn tími á að vinna titla“

„Góð tilfinning að vinna loksins titil með Val“

Vals­konur bikar­meistarar í fyrsta sinn

Auglýsing