Íslenski boltinn

Ísland vann Finnland í úrslitaleik

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 16 ára og yngri varð í dag Norðurlandameistari eftir 1-0-sigur gegn Finnlandi í úrslitaleik mótsins.

Byrjunarlið íslenska liðsins í leiknum gegn Finnlandi í dag.

Ísland varð í dag Norðurlandameistari í knattspyrnu karla í aldursflokknum 16 ára og yngri, en íslenska liðið hafði betur gegn Finnlandi, 1-0, í úrslitaleik mótsins sem leikinn var í Færeyjum í dag. 

Það var Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sem skoraði sigurmark Íslands í úrslitaleiknum með góðum skalla.

Ísland lék fjóra leiki á mótinu og hafði betur í þeim öllum, en liðið bar sigurorð af Færeyjum, Kína og Noregi í riðlakeppninni og svo Finnum í úrslitum. 

Það er Breiðhyltingurinn Davíð Snorri Jónsson sem heldur um stjórnartaumana hjá íslenska liðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Íslenski boltinn

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Íslenski boltinn

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing

Nýjast

Fjórði sigur Hamranna í röð

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Rodriguez með þrefalda tvennu

Eriksen kom Spurs til bjargar

Mæta Spáni í HM-umspili

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Auglýsing