Íslenski boltinn

Ísland vann Finnland í úrslitaleik

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 16 ára og yngri varð í dag Norðurlandameistari eftir 1-0-sigur gegn Finnlandi í úrslitaleik mótsins.

Byrjunarlið íslenska liðsins í leiknum gegn Finnlandi í dag.

Ísland varð í dag Norðurlandameistari í knattspyrnu karla í aldursflokknum 16 ára og yngri, en íslenska liðið hafði betur gegn Finnlandi, 1-0, í úrslitaleik mótsins sem leikinn var í Færeyjum í dag. 

Það var Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sem skoraði sigurmark Íslands í úrslitaleiknum með góðum skalla.

Ísland lék fjóra leiki á mótinu og hafði betur í þeim öllum, en liðið bar sigurorð af Færeyjum, Kína og Noregi í riðlakeppninni og svo Finnum í úrslitum. 

Það er Breiðhyltingurinn Davíð Snorri Jónsson sem heldur um stjórnartaumana hjá íslenska liðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Íslenski boltinn

HK náði fimm stiga forskoti á Þór

Íslenski boltinn

ÍBV færist nær fjórða sætinu

Auglýsing

Nýjast

Haukur valinn bestur á EM

Brighton lagði Man.Utd að velli

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Auglýsing