Íslenski boltinn

Ísland vann Finnland í úrslitaleik

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 16 ára og yngri varð í dag Norðurlandameistari eftir 1-0-sigur gegn Finnlandi í úrslitaleik mótsins.

Byrjunarlið íslenska liðsins í leiknum gegn Finnlandi í dag.

Ísland varð í dag Norðurlandameistari í knattspyrnu karla í aldursflokknum 16 ára og yngri, en íslenska liðið hafði betur gegn Finnlandi, 1-0, í úrslitaleik mótsins sem leikinn var í Færeyjum í dag. 

Það var Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sem skoraði sigurmark Íslands í úrslitaleiknum með góðum skalla.

Ísland lék fjóra leiki á mótinu og hafði betur í þeim öllum, en liðið bar sigurorð af Færeyjum, Kína og Noregi í riðlakeppninni og svo Finnum í úrslitum. 

Það er Breiðhyltingurinn Davíð Snorri Jónsson sem heldur um stjórnartaumana hjá íslenska liðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Leystu verkefnið fagmannlega í Andorra

Íslenski boltinn

Ísland hóf undankeppnina með sigri

Íslenski boltinn

Aron og Alfreð byrja báðir

Auglýsing

Nýjast

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Auglýsing