Ísland og Svíþjóð mætast í sextánda sinn síðar í dag þegar Stelpurnar okkar taka á móti bronsliðinu af HM á Laugardalsvelli í undankeppni EM.

Til þessa hafa Svíar verið sterkari og unnið tólf leiki af fimmtán. Einum leik lauk með jafntefli í undankeppni HM 2007 og þá hefur Ísland tvisvar unnið sænska liðið í Algarve-mótinu, árlegu æfingarmóti á Portúgal.

Í báðum sigurleikjum Íslands hefur leiknum lokið með 2-1 sigri Stelpnanna okkar, fyrst árið 2011 og aftur þremur árum síðar. Það er síðasta viðureign liðanna.

Líklegt er að Dagný Brynjarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir byrji allar í kvöld en þær komu allar við sögu í báðum sigurleikjum Íslands gegn Svíum.