Ísland mætir Sviss í kvöld í undankeppni EuroBasket 2021 og verður þetta tíunda viðureign liðanna í karlaflokki.

Ísland vann á dögunum 83-82 sigur á Sviss í Laugardalshöll sem var í þriðja sinn sem karlalandslið Íslands vann Sviss í körfuboltaleik.

Strákarnir okkar fara áfram á næsta stig undankeppninnar með sigri í kvöld. Tap gæti dugað liðinu ef þeim tekst að halda muninum undir tuttugu stigum.

Ísland vann fyrsta leik liðanna árið 1981 sem fór fram í Sviss 90-83 undir stjórn Einars Bollasonar og Jóhannesar Sæmundssonar.

Sviss vann næstu fimm leiki liðanna eða allt þar til að Ísland vann sextán stiga sigur á Sviss í Laugardalshöll í undankeppni EuroBasket 2017 undir stjórn núverandi þjálfarateymis.