Óhætt er að segja að núverandi lið hollenska landsliðsins sé gullkynslóð Hollendinga sem höfðu ekki komist á stórmót fyrr en á EM 2009.

Núverandi leikmannahópur bar sigur úr býtum á Evrópumótinu árið 2017 á heimavelli og fór alla leið í úrslitin á HM 2019 þar sem liðið tapaði gegn Bandaríkjunum.

Þá féllu Hollendingar úr leik gegn Bandaríkjunum í vítaspyrnukeppni á Ólympíuleikunum í sumar.

Þetta verður í sjöunda sinn sem Ísland mætir Hollandi í keppnisleik. Hollendingar sannfærandi 4-0 sigur á Evrópumótinu 2017 á leið sinni að gullinu.

Með því náði Holland fram hefndum eftir að Ísland vann 1-0 sigur á Hollendingum á Evrópumótinu 2013. Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins.

Heilt yfir hefur Ísland unnið sex leiki af tíu gegn Hollandi, tveimur leikjum lokið með jafntefli og tveimur leikjum lokið með hollenskum sigri.

Markatalan í þessum tíu leikjum er Íslandi í vil, Ísland hefur skorað tólf mörk gegn níu mörkum Hollands.