Handbolti

Ísland tryggði sér sæti á HM

Ísland tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta karla með því að leggja Litháen að velli, 34-31, í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti á mótinu í Laugardalshöll í kvöld.

Vignir Svavarsson hefur sig á loft á móti Litháum. Fréttablaðið/Þórsteinn

Ísland tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta karla með því að leggja Litháen að velli, 34-31, í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti á mótinu í Laugardalshöll í kvöld. 

Fyrri leik liðanna lyktaði með 27-27-jafntefli og íslenska liðið vann því einvígið samanlagt 61-58 og verður á meðal þátttakenda þegar mótið verður haldið í Danmörku og Þýskalandi í janúar á næsta ári.

Ísland náði tveimur góðum köflum í leiknum, einum í hvorum hálfleik sem skilaði liðinu þeirri forystu sem dugði til sigurs í leiknum. 

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður liðsins og Aron Pálmarsson var einkar drjúgur við það að mata samherjá sína með stoðsendingum. Þá átti Björgvin Páll Gústavsson góðan leik í marki íslenska liðsins, en hann varði 15 skot í leiknum. 

Mörk Íslands í leiknum: Guðjón Valur Sigurðsson 11, Aron Pálmarsson 5, Ólafur Andrés Guðmundsson 4, Ómar Ingi Magnússon 4, Theodór Sigurbjörnsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 3, Vignir Svavarsson 2, Elvar Örn Jónsson 1. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Einum sigri frá úrslitaleiknum

Handbolti

Nýliðarnir að norðan bæta við

Handbolti

Ramune snýr aftur til Hauka

Auglýsing

Nýjast

Allt í hers höndum hjá Bordeaux

Sonur Hålands heldur áfram að slá í gegn

Átta stig í forystu þegar átta leikir eru eftir

Már settti Íslandsmet í 100 metra baksundi

Sjö íslenskir leikmenn eiga möguleika

„Ætlum að vinna titil í ár og þetta er síðasta tækifærið“

Auglýsing