Handbolti

Ísland tryggði sér sæti á HM

Ísland tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta karla með því að leggja Litháen að velli, 34-31, í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti á mótinu í Laugardalshöll í kvöld.

Vignir Svavarsson hefur sig á loft á móti Litháum. Fréttablaðið/Þórsteinn

Ísland tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta karla með því að leggja Litháen að velli, 34-31, í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti á mótinu í Laugardalshöll í kvöld. 

Fyrri leik liðanna lyktaði með 27-27-jafntefli og íslenska liðið vann því einvígið samanlagt 61-58 og verður á meðal þátttakenda þegar mótið verður haldið í Danmörku og Þýskalandi í janúar á næsta ári.

Ísland náði tveimur góðum köflum í leiknum, einum í hvorum hálfleik sem skilaði liðinu þeirri forystu sem dugði til sigurs í leiknum. 

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður liðsins og Aron Pálmarsson var einkar drjúgur við það að mata samherjá sína með stoðsendingum. Þá átti Björgvin Páll Gústavsson góðan leik í marki íslenska liðsins, en hann varði 15 skot í leiknum. 

Mörk Íslands í leiknum: Guðjón Valur Sigurðsson 11, Aron Pálmarsson 5, Ólafur Andrés Guðmundsson 4, Ómar Ingi Magnússon 4, Theodór Sigurbjörnsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 3, Vignir Svavarsson 2, Elvar Örn Jónsson 1. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Í beinni

Í beinni: Ísland - Japan, 13-12

Handbolti

Karabatic kallaður inn í franska hópinn

Handbolti

Ísland unnið tvisvar og Japan einu sinni

Auglýsing

Nýjast

Leikmaður Man. Utd. gerðist vegan

Sonur Schumacher í akademíu Ferrari

Austin eignast atvinnumannalið

Aurier handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Sigur gæti búið til úrslitaleik um sæti í milliriðli

Enn lengist biðin eftir sigri hjá karlalandsliðinu

Auglýsing