Handknattleikssamband Litháen hefur hætt við að koma með karlalandslið sitt til Íslands til þess að leika vináttuleiksleiki fyrir Evrópumótið vegna stöðu Covid-19 faraldursins um alla Evrópu.

Upplýsingar þess efnis bárust skrifstofu handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, í hádeginu í dag.

Leikirnir tveir gegn Litháen, sem voru fyrirhugaðir 7. og 9. janúar næstkomanid, voru einu undirbúningarleikir íslenska liðsins fyrir Evrópumótið en ekki verður möguleiki að fá aðra andstæðinga í staðinn með þetta skömmum fyrirvara.

Íslenska liðið mun í staðinn æfa fram að brottför til Búdapestar sem verður þriðjudaginn 11. janúar. Þeir tveir leikmenn íslenska liðsins sem hafa verið í sóttkví undanfarna daga fengu neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófií gær og bættust við hópinn í gærkvöldi.

Eftir stendur einn leikmaður sem greindist með Covid-smit undir lok síðasta árs og er enn í einangrun.

Fyrsti leikur Íslands á Evrópumótinu er gegn Portúgal 14. janúar en auk þeirra eru Ungverjaland og Holland í riðli íslenska liðsins á mótinu.