Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í riðli með Tékklandi, Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM 2024 í handbolta.

Dregið var í Berlín í morgun en mótið fer fram í Þýskalandi. Efstu tvö lið riðilsins komast áfram í lokakeppnina.

Ísland var í fyrsta styrkleikaflokki og lenti í riðli með Tékklandi, Ísrael og Eistlandi.

Leiðin á EM ætti að vera nokkuð greið. Eistland hefur aldrei komist á stórmót í handbolta og Ísrael ekki komist í lokakeppni í tuttugu ár.

Tékkar hafa reglulega komist áfram í lokakeppni EM og lentu í 13. sæti á nýafstöðnu EM. Besti árangur liðsins er sjötta sæti á EM 2018.