Sport

Nígería hafði betur gegn Íslandi

Ísland

0

Nígería

0

Nígería fer með þrjú stig af hólmi.

90. Leik lokið með 2-0 sigri Nígeríu.

90. Skipting hjá Nígeríu. Oghenekaro Etebo fer af velli og Alex Iwobi kemur inná. 

90. Sex mínútum bætt við venjulegum leiktíma.

88. Alfreð má ágætt skot í þröngu færi sem Francis Uzoho ver.

87. Skipting hjá Íslandi. Aron Einar fer af velli og Ari Freyr fer af velli.

86. Skipting hjá Nígeríu. Kelechi Iheanacho fer af velli og Odion Ighalo kemur inná.

85. Kelechi Iheanacho skýtur rétt framhjá í fínu færi.

Gylfi brennir af vítinu

82. Gylfi Þór skýtur himinhátt yfir úr vítaspyrnunni.

Ísland fær víti.

80. Alfreð fellur við í vítateig Nígeríu eftir viðskipti við Nígeríumann. Nýsjálenski dómarinn ætlar að horfa á viðskptin á myndbandi. Hann dæmir víti. 

Nígera kemst í 2-0

75. MAAARK. Ahmed Musa skorar annað mark sitt í leiknum og kemur Nígeríu í 2-0. Musa sleppur í gegnum vörn Íslands, leikur á Hannes Þór og skorar.

74. Ahmed Musa nálægt því að tvöfalda forystu Nígeríu, en skot hans smellur í þverslánni. 

72. Leon Balogun með skalla yfir í fínu færi.

71. Skipting hjá Íslandi. Jón Daði fer af velli og Björn Bergmann kemur inná. 

68. Rúrik með fínan sprett og ágætis skot utan vítateigs sem fer yfir. 

66. Victor Moses með skot af vítateigshorninu sem fer yfir mark Íslands. 

64. Skipting hjá Íslandi. Ragnar fer meiddur af velli og Sverrir Ingi Ingason kemur inná. Ragnar hefur ekki náð að hrista höfuðhöggið af sér og Sverrir Ingi leysir hann af hólmi.  

60. Darraðardans eftir hornspyrnu Gylfa Þórs, en Nígeríumenn bægja hættunni frá.

59. Birkir Már og Hörður Björgvin með fínar fyrirgjafir sem íslenska liðið nær ekki að færa sér í nyt. 

58. Hannes Þór ver skot Onyinye Ndidi vel í horn. 

56. Boltinn fer í hönd Kenneth Omeruo eftir að hann nær boltanum af Gylfa Þórs, en vítaspyrna ekki dæmd. Það hefði verið strangur dómur að dæma víti.

54. Ragnar ætlar að halda leik áfram, en búið er að loka fyrir sárið með sárabindum. 

52. Ragnar Sigurðsson liggur á vellinum eftir að hafa fengið sár á höfuðið, en hann fékk högg frá Musa í kjölfar þess að hann skoraði mark Nígeríumanna.

Nígería kemst yfir

49. MAAARK.Ahmed Musa kemur Nígeríu yfir. Moses geysist upp völlinn eftir að Nígería nær að verjast löngu innkasti frá Aroni Einari. Moses finnur Musa inni á vítateig íslenska liðsins og hann þrumar boltanum í netið.  

47. Nígería hefur seinni hálfleikinn af miklum krafti og Oghenekaro Etebo með skot sem Hannes Þór vel.

46. Seinni hálfleikur er hafinn. Ísland byrjar með boltann.

46. Skipting hjá Nígeríu í hálfleik. Brian Idowu fer af velli og Tyronne Ebuehi kemur inná.

45. Staðan er markalaus í hálfleik.

45. Jón Daði með skalla framhjá eftir hornspyrnu Gylfa Þórs.

45. Tveimur mínútum bætt við venjulegan leiktímaí fyrri hálfleik.

45. Alfreð með skot rétt framhjá í frábæru færi eftir hárnákvæma fyrirgjöf Gylfa Þórs úr aukaspyrnu.

44. Brian Idowu áminntur með gulu spjaldi fyrir að brjóta á Jóni Daða. 

41. Birkir Bjarnason kemur sér í góða stöðu til þess að skapa hættu, en finnur engan samherja með fyirgjöf sinni.

36. Jón Daði og Birkir Bjarnason í fínu færi, en Nígeríumenn komast í boltann áður en þeir komast í boltann. 

34. Birkir Bjarnason með skot í erfiðu færi sem fer yfir mark Nígeríu. 

27. Lítið að gerast þessa stundina, leikmenn liðanna að ná sér eftir fjörugar fyrstu mínútur.  Það er mjög heitt í Volgograd og eðlilegt að tempóið haldist ekki hátt allan leikinn.

22. Tvær hornspyrnur í röð hjá Íslandi sem ekkert verður úr.

21. Birkir Bjarnason með skot eftir fyrirgjöf Arons Einars sem Victor Moses kemst fyrir. 

18. Nígería með smá pressu þessu stundina, án þess að ná að skapa sér færi.    

6. Gylfi Þór kemst í fínt færi eftir laglegt spil, en skot hans af vítateigslínunni er laust og Francis Uzoho á ekki í vandræðum með að verja það.

5. Rúrik með góðan sprett upp vinstri vænginn, en Leon Balogun stöðvar för hans löglega að mati dómarans og markspyrna dæmd.

3. Francis Uzoho grípur boltann eftir hornspyrnu Gylfa Þórs.

2. Ísland fær aukaspyrnu af um þab bil 25 metra færi. Gylfi Þór með fínt skot sem Francis Uzoho ver í horn.

1. Leikurinn er hafinn. Nígería byrjar með boltann.

Þá eru það þjóðsöngvarnir og spennan magnast.

Leikmenn liðanna eru í leikmannagöngnum að bíða þess að labba inn á völlinn. Þetta er að bresta ár.

Fréttablaðið/Eyþór

Ísland breytir um leikkerfi milli leikja. Eftir að hafa spilað 4-3-3 í leiknum gegn Argentínu bæta Heimir og Helgi við framherja að þessu sinni og spila 4-4-2.

Heimir og Helgi gera tvær breytingar á byrjunarliði íslenska liðsins frá jafnteflinu gegn Argentínu. Emil og Jóhann Berg fara út og Rúrik og Jón Daði koma inn. Jóhann Berg er meiddur og Emil er fórnarlamb þess að breytt er um leikkerfi milli leikja. 

Byrjunarlið Íslands er þannig skipað: 4-4-2. Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Rúrik Gíslason, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson. 

Ísland og Nígería mætast í annrri umferð D-riðils í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla klukkan 15.00 í Volgograd í dag. Fréttablaðið færir helstu fregnir af gangi mála í leiknum. 

Tengdar fréttir

Körfubolti

Jón Axel stigahæstur fyrir framan Curry

Rafíþróttir

Ís­lendingur í einni stærstu raf­í­þrótta­deild heims

Körfubolti

Nýtt nafn á bikarinn

Auglýsing

Nýjast

Enski boltinn

Watford fyrst í 8-liða úrslitin

Fótbolti

Juventus unnið 21 af 24 leikjum

Enski boltinn

Zaha í bann

Íslenski boltinn

Guðmunda Brynja færir sig um set

Fótbolti

Juventus horfir til Salah og Klopp

Skíði

Sturla náði ekki að klára fyrri ferðina í stórsviginu

Auglýsing