Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu fellur niður niður um eitt sæti á heimslista alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem opinberður var í dag. Þetta er fyrsti listinn sem gefinn er út á árinu 2020.

Íslenska liðið er í 19. sæti á listanum en var sæti ofar á síðasta lista sem birtur var í desember á síðasta ári. Suður-Kórea hefur sætaskipti við Ísland á milli listanna.

Ísland hefur spilað þrjá leiki það sem af er ári en það var á æfingamóti á Spáni í mars. Þar lagði liðið Norður-Írland og Úkraínu að velli en laut í lægra haldi fyrir Skotlandi.

Stelpurnar okkar áttu að mæta Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í apríl, en þeim leikjum hefur verið frestað vegna COVIG-19-veirunnar. Næstu leikir íslenska liðsins eru því tveir heimaleikir í undankeppninni í byrjun júní, gegn Lettlandi og Svíþjóð.