Tvö kórónaveirusmit í leikmannahópi Íslands á Evrópumótinu í handbolta gera það að verkum að Ísland er aðeins með fjórtán leikmenn á skýrslu gegn Frökkum í dag.

Samkvæmt mótsreglum skulu leikir fara fram ef lið eru með fimmtán leikfæra leikmenn og geta lið skráð allt að sextán leikmenn á leikskýrslu í hverjum leik.

Fyrr í dag greindust Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson með Covid-19 og eru því komnir í einangrun. Með því eru átta leikmenn Íslands í einangrun og sjúkraþjálfari liðsins.

Liðsfélagarnir úr Íslandsmeistaraliði Vals, Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson koma báðir inn í leikmannahóp Íslands sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.

Leikmannahópur Íslands (Leikir/Mörk)

Markverðir

Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (42/1)

Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (29/1)

Aðrir leikmenn:

Daníel Þór Ingason, Bailingen-Weilstetten (35/10)

Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (17/18)

Elvar Ásgeirsson, Nancy (1/3)

Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (15/18)

Magnús Óli Magnússon, Valur (12/7)

Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (5/3)

Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (60/173)

Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (43/105)

Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (23/24)

Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (25/59)

Vignir Stefánsson, Valur (8/18)

Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (56/27)