Ísland vann fyrri leik liðanna 83-74 fyrir tæpu ári síðan en sigur í kvöld fleytir Íslandi áfram á næsta stig undankeppninnar.

Liðin mættust fyrst árið 1999 þegar Slóvakar unnu 64-49 sigur ytra.

Þrettán árum síðan vann Ísland leik liðanna í Slóvakíu 81-75 en Slóvakar náðu fram hefndum á Íslandi í undankeppni EM 2013 með 86-84 sigri.

Slóvakar reyndust Íslendingum heldur erfiðari undir merkjum Tékkóslóvakíu þegar liðin mættust tvisvar og Ísland var gjörsigrað í báðum leikjum.

Fyrri viðureigninni, árið 1969, lauk með 60 stiga sigri Tékkóslóvakíu sem var stærsta tap Íslands næstu 23 árin og er enn þann dag í dag næst stærsta tap körfuboltalandsliðsins frá upphafi.