Viðureign Íslands og Frakklands í dag verður 63. viðureign liðanna og til þessa hefur Ísland unnið átján leiki. Það gefur Íslandi 28,6 prósent sigurhlutfall.

Þetta er annar leikur liðanna í milliriðlunum í Egyptalandi þar sem Ísland er með tvö stig og Frakkland sex stig.

Ísland vann fyrsta leik liðanna 9. mars árið 1961 á HM í Þýskalandi 20-13 og átti góðu gengi að fagna fyrstu þrjátíu árin þegar Ísland vann fjórtán af 26 leikjum.

Í síðustu 36 leikjum er uppskeran heldur rýrari eða fjórir sigrar í 36 leikjmu, þar af tveir sigrar í æfingaleikjum.

Hinir tveir komu á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og á HM 2007 í riðlakeppninni.