Bæði lið unnu sinn fyrsta leik í riðlinum á dögunum. Íslenska liðið vann góðan sigur á því hollenska og Rússar höfðu betur gegn Ítalíu.

Ísland hafði betur gegn Hollandi, 79-77, þegar liðin mæt­ast í fyrstu umferð í H-riðli keppninnar í Al­m­ere í Hollandi. Martin Hermannsson, sem var að spila sinn fyrsta landsleik síðan árið 2019, var stigahæstur hjá Íslandi með 27 stig. Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig, Ægir Þór Steinarsson 15 stig og Jón Axel Guðmundsson 11 stig. Tryggvi Snær Hlinason reif niður átta fráköst í leiknum og Jón Axel fimm. Ægir Þór gaf sex stoðsendingar á samherja sína.

Íslenska liðið er í H-riðli keppninnar í sterkum riðli með Rússlandi, Hollandi og Ítalíu. Þrjú efstu lið riðilsins komast áfram í aðra umferð undankeppninnar.

Upphaflega átti leikurinn af fara fram á Íslandi. Laugardalshöllin, heimavöllur Íslands uppfyllir hins vegar ekki kröfur Alþjóða körfuknattleikssambandsins og því skiptust Rússar og Íslendingar á heimaleikjum með von um að búið verði að gera það sem gera þarf til þess að íslenska landsliðið geti leikið á heimavelli seinna í keppninni.

Leikmannahópur Íslands í kvöld:

Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56)
Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7)
Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13)
Kári Jónsson · Valur (22)
Kristinn Pálsson · Grindavík (23)
Kristófer Acox · Valur (44)
Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (46)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47)
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14)
Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64)