Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Rúmeníu í undanúrslitum í umspili um laust sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar.

Fari Ísland með sigur af hólmi í þeim leikur verður Búlgaría eða Ungverjaland andstæðingurinn í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni mótsins.

Undanúrslitaleikurinn á móti Rúmeníu verður leikinn á Laugardalsvelli 26. mars á næsta ári og úrslitaleikurinn verður síðan spilaður í annað hvort Sofiu eða Búdapest 31 mars.

Dregið verður svo í riðlakeppni lokakeppninnar á mótinu laugardaginn 30. nóvember. Ísland verður þar með Þýskalandi í F-riðli keppninnar komist íslenska liðið í lokakeppnina.

Leikur Íslands og Þýskalands mun fara fram í München ef til hans kemur. Hinir tveir leikir Íslands yrðu leiknir í Búdapest.