Um er að ræða vináttuleik en þetta verður í fjórða sinn sem Ísland og Japan mætast. Í þeim þremur viðureignum sem liðin hafa mæst í áður hefur Japan alltaf farið með sigur af hólmi. Leikur kvöldsins fer fram á Yanmar vellinum í Almere.

Yanmar völlurinn getur tekið allt að 4.500 áhorfendur í sæti en leikur Íslands og Japan hefst klukkan 18:40 að íslenskum tíma og honum verður streymt á síðunni Mycujoo.

Þetta er fyrri leikur Íslands í yfirstandandi landsliðsverkefni. Á þriðjudaginn í næstu viku með Ísland mæta Kýpur ytra í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2023.

Fyrir leikinn gegn Kýpur er Ísland í 2. sæti síns riðils með sex stig eftir þrjá leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Hollands en með leik til góða.