Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttuleik í kvöld. Um fyrri leik liðanna er að ræða, en þau munu mætast í tvígang á þremur dögum.

Stelpurnar okkar undirbúa sig fyrir leiki gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á HM, en þeir fara fram í apríl.

Norska A-landsliðið er ógnarsterkt og ljóst að B-liðið er með sterka leikmenn innanborðs.

Leikirnir fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Fyrri leikurinn hefst klukkan 19:30 í kvöld en seinni leikurinn er á laugardag.

Frítt er á völlinn í boði Kletts.