Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri lauk í dag leik í riðlakeppni B-deildar Evrópumótsins sem spilað er í Portúgal þessa dagana.

Ísland vann einkar sannfærandi 78-41 sig­ur á móti Ung­verjalandi í lokaumferð riðlakeppninnar en sá sigur skilaði liðinu í annað sæti riðilsins.

Íslenska liðið betur í tveimur leikjum og tapaði tveimur í riðlinum. Það þýðir að liðið mun leika í átta liða úrslitum mótsins.

Hilm­ar Smári Henn­ings­son var stiga­hæst­ur hjá ís­lenska liðinu með 25 stig en Hilmar Pétursson kom næstur með 16 stig og Bjarni Jóns­son gerði 13 stig.

Ísland mætir Tékklandi í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur.