Handbolti

Besti árangur íslenska liðsins þrátt fyrir tap

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri náði sínum besta árangri í sögunni á heimsmeistaramóti þegar liðið lenti í tíunda sæti á mótinu sem fram fer í Debrecen í Ungverjalandi þessa dagana.

Leikmenn íslenska liðsins fagna sigri sínum gegn Kína sem tryggði liðinu sæti í 16 liða úrslitum mótsins. Mynd/HSÍ

Ísland lenti í tíunda sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna fyrir leikmenn 20 ára og yngri. Íslenska liðið beið ósigur, 36-23, gegn Króatíu í leik liðanna í Föniz-höllinni í Debrecen í dag.

Liðið laut i lægra haldi fyrir Noregi í 16 liða úrslitum mótsins í leik liðanna í gær. Þetta er besti árangur íslenska liðsins á þessu móti, en liðið hafði áður náð best 13. sæti á mótinu sem haldið var árið 2008. 

Leikmenn íslenska liðsins fóru ansi illa af stað í leiknum, en króatíska liðið náði fljótlega um tæplega tíu marka forskoti. Íslenska liðið beit hins vegar frá sér og staðan var 17-11 fyrir Króatíu í hálfleik. 

Síga fór á ógæfuhliðina á nýjan leik hjá íslenska liðinu í upphafi seinni hálfleiks, en Króatía var komin í 24-13 þegar um það bil tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 

Þegar yfir lauk fór Króatía með þrettán marka sigur af hólmi og hreppti níunda sætið á mótinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Handbolti

„Draumi líkast að vera farinn að spila fyrir Kiel“

Íslenski boltinn

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Auglýsing

Nýjast

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Ramos vill fá meistarahringa frekar en medalíur

Auglýsing