Handbolti

Ísland komst í umspil með stórsigri

Íslenska kvennalandsliðið i handbotla valtaði yfir Aserbaídsjan 49-18 í undankeppni HM 2019 í Skopje í Makedóníu í dag. Sigurinn dugði til þess að koma liðinu í umspil um sæti í lokakeppni mótsins.

Leikmenn íslenska liðsins kampakátir eftir leikinn í dag. Mynd/HSÍ

Ísland tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna sem fram fer í Japan á næsta ári með 49-18 sigri sínum gegn Aserbaídsjan í lokaumferð í undankeppni mótsins sem fram fór í Skopje í Makedóníu. 

Ljóst var fyrir leiknn að 26 eða 27 marka sigur myndi koma liðinu í umspilið með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum fjórum. Þá er möguleiki á að íslenska liðið hafni í efsta sæti ef Makedónía misstígur sig þegar liðið mætir Tyrklandi í lokaleik riðilsins seinna í kvöld. 

Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst hjá Íslandi með 13 mörk, Arna Sif Pálsdóttir kom næst með sex mörk og Ester Óskarsdóttir, Sigríður Hauksdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu fimm mörk hver. 

Umspilið um laust sæti á HM verður leikið í júní á næsta ári.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing