Ísland lagði Japan að velli 39-34 þegar liðin mættust í 16 liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla skipað leikmönnum 19 ára og yngri í Skopje í Norður-Makedóníu í dag.

Íslenska liðið byggði upp forskot sitt hægt og sígandi allan fyrri hálfleikinn en staðan var 16-13 Íslandi í vel en leikmenn íslenska liðsins náðu mest sex marka forystu í fyrri hálfleik.

Ísland náði á nýjan leik sex marka forskoti 26-20 um miðbik seinni hálfleiks og fór síðan að lokum með fimm marka sigur af hólmi.

Ísland mætir Egyptalandi sem hafði betur gegn Slóveníu í 16 liða úrslitunum í átta liða úrslitum keppninnar á morgun.

Markaskorarar Íslands í leiknum:
Tumi Steinn Rúnarsson 10, Dagur Gautason 8, Eiríkur Guðni Þórarinsson 7, Arnór Snær Óskarsson 6, Haukur Þrastarson 4, Stiven Tobar Valencia 2, Einar Örn Sindrason 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1.

Sigurður Dan Óskarsson varði 10 skot í leiknum.

Tumi Steinn Rúnarsson leikstjórnandi íslenska liðsins var markahæsti leikmaður liðsins í leiknum með tíu mörk.
Mynd/HSÍ