Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlana í lokakeppni Evrópumótsins í handbolta 2020.

Styrkleikaröðunin var opinberuð í dag eftir að það var komið á hreint hvaða 24 þjóðir verða með á EM sem fer fram í Austurríki, Noregi og Svíþjóð í janúar.

Ísland lenti í öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni og er því í þriðja styrkleikaflokki en Makedónía sem vann riðil Íslands í öðrum styrkleikaflokki.

Það er því ljóst að Ísland verður ekki með Austurríki í B-riðli þegar dregið verður á föstudaginn næsta.

 1. Styrkleikaflokkur:
  Spánn
  Svíþjóð
  Frakkland
  Danmörk
  Króatía
  Tékkland
 2. Styrkleikaflokkur
  Noregur
  Slóvenía
  Þýskaland
  Norður Makedónía
  Ungverjaland
  Hvíta-Rússland
 3. Styrkleikaflokkur
  Austurríki
  Ísland
  Svartfjallaland
  Portúgal
  Sviss
  Lettland
 4. styrkleikaflokkur
  Pólland
  Rússland
  Serbía
  Úkraína
  Bosnía Hersegóvína
  Holland