Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í riðli með Danmörku, Ungverjalandi og Rússlandi á Evrópumótinu sem fram fer í Austurríki, Noregi og Svíþjóð í január á næsta ári.

Dregið var í riðla í Vín í Austurríki síðdegis í dag en Ísland var í þriðja styrkleikaflokki þegar drátturinn fór fram.

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins mun þarna mæta sínum fyrrverandi lærisveinum hjá Danmörku sem urðu heimsmeistarar í Þýskalandi fyrr á þessu ári.

Ísland leikur í E-riðli mótsins en sá riðill verður leikinn í Malmö í Svíþjóð. Íslenska liðið er á leið á sitt 11. Evrópumót í röð.

Leikið verður dagana 9. - 26. janúar. Ís­lenska liðið mætir Dan­mörku í fyrstu umferð riðlakeppninnar 11. janú­ar og leik­ur svo við Rússland tveimur dögum síðar þann 13. janúar. Ísland mætir síðan Ung­verja­landi í lokaumferð riðilsns tveim­ur dög­um þar á eftir eða 15. janúar.