Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er eitt þriggja liða sem hefur ekki enn unnið leik í Þjóðardeild UEFA þegar Strákarnir okkar eiga tvo leiki eftir í riðlinum.

Íslenska liðið er í þeim vafasama hópi sem bíða eftir fyrsta sigrinum í Þjóðardeildinni ásamt Norður-Írlandi og San Marínó.

Til þessa er íslenska liðið búið að leika tólf leiki og er uppskeran aðeins tvö stig og er markatala íslenska liðsins þrjátíu mörk í mínus.