Ísland vann öruggan dd-dd sigur þegar liðið mætti Kósóvó í fjórðu umferð í forkeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer árið 2023 í Bratislava í Slóvakíu í dag.

Kósóvar voru skrefinu framar fyrstu mínútur leiksins en í stöðunni 17-11 tóku íslenskir leikmennirnir öll völd á vellinum og skoruðu síðustu 10 stig fyrsta leikhluta.

Íslenska liðið jók svo muninn í öðrum og þriðja leikhluta og fóru með þægilegt 24 stig forskot inn í fjórða leikhluta. Þegar upp var staðið munaði einmitt 24 stigum á liðunum og lokatölur 86-62 Íslandi í vil.

Hörður Axel Vilhjálmsson var öflugastir hjá íslenska liðinu í þessum leik en hann skoraði 22 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Jón Axel Vilhjálmsson og Kári Jónsson skoruðu 13 stig hvor og Tryggvi Snær Hlinason og Ægir Þór Steinarsson komu næstir með 12 stig.

Elvar Már Friðriksson bætti níu stigum við í sarpinn, Sigtryggur Arnar Björnsson þremur stigum og Tómas Þórður Hilmarsson tveimur. Tryggvi Snær tók níu fráköst og Ægir Þór átta. Jón Axel sendi sjö stoðsendingar og tók sex fráköst og Kári gaf fjórar stoðsendingar.

Eftir þennan sigur er Ísland með þrjá sigra og eitt tap. Slóvakía er með tvö sigra og eitt tap líkt og Kósóvó en Slóvakar mæta Lúxemborg sem er án sigurs í seinni leik fjórðu umferðarinnar.

Síðustu leikir íslenska liðsins í forkeppninni verða í febrúar en þá mætir liðið Slóvakíu og Lúxemborg. Þá kemur í ljós hvort liðið liðið kemst áfram í næsta stiga undankeppninnar en tvö efstu lið riðilsins fara þangað.