Íslenska kvennalandsliðið er í fjórtánda sæti á nýjum heimslista FIFA. Liðið hefur aldrei verið hærra á listanum.

Stelpurnar okkar hoppa upp um þrjú sæti frá síðasta lista. Liðið tók þátt í lokakeppni Evrópumótsins á Englandi í síðasta mánuði. Þar stóð það sig með sóma og gerði jafntefli í öllum þremur leikjum riðilsins gegn Belgum, Ítölum og Frökkum. Það dugði þó ekki til að komast upp úr honum.

Besti árangur Íslands fyrir listann sem nú var gefinn út var fimmtánda sæti. Liðið bætir þann árangur því um eitt sæti.

Bandaríska landsliðið er á toppi heimslistans sem stendur. Þar á eftir koma Þýskaland og Svíþjóð.

England, sem varð Evrópumeistari í fyrsta sinn á mótinu sem var að ljúka, er í fjórða sæti listans.