Fótbolti

Ísland hefur aldrei unnið Frakkland

Ísland og Frakkland mætast í vináttulandsleik í knattspyrnu karla í Guingamp í kvöld. Sé litið til tölfræðarinnar í fyrri leikjum liðanna ættu stuðningsmenn íslenska liðsins ekki að vænta hagstæðra úrslita.

Alfreð Finnbogason í baráttu við Samuel Umtiti í leik liðanna á Evrópumótinu árið 2016. Fréttablaðið/Getty

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei náð að leggja Frakkland að velli inni á knattspyrnuvellinum, en liðin leiða saman hesta sína í vináttulandsleik í Guingamp í Frakklandi í kvöld.

Liðin hafa mæst 12 sinnum, en Frakkar hafa níu sinnum farið með sigur af hólmi og þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli. Liðin mættust fyrst í undankeppni HM 1958 í júní 1957. 

Þá gerðu liðin markalaust jafntefli þegar þau léku í undankeppni EM 1976 í maímánuði árið 1975. Aftur skildu liðin svo jöfn í markalausum leik í undankeppni EM 1988 í september árið 1986. 

Þriðja jafnteflið kom svo í leik liðanna á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2000 haustið 1998, en þá mættu Frakkar á Laugardalsvöllinn sem ríkjandi heimsmeistarar. Ríkharður Daðason skoraði þá mark íslenska liðsins, en Cristophe Dugarry jafnaði metin fyrir Frakkland. 

Síðasta viðureign liðanna var í átta liða úrslitum Evrópumótsins sumarið 2016, en þá komst Frakkland áfram í undanúrslitin með 5-2 sigri. Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoraðu mörk Íslands í þeim leik.   

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Jón Dagur sá rautt

Fótbolti

Nani að semja við lið í MLS

Fótbolti

Juventus unnið 21 af 24 leikjum

Auglýsing

Nýjast

Stjarnan sigursælust

Börsungar nánast öruggir með toppsætið

Sárt tap í bikarúrslitum

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

„Vorum að vinna frábært lið í dag“

Auglýsing