Fótbolti

Ísland hefur aldrei unnið Frakkland

Ísland og Frakkland mætast í vináttulandsleik í knattspyrnu karla í Guingamp í kvöld. Sé litið til tölfræðarinnar í fyrri leikjum liðanna ættu stuðningsmenn íslenska liðsins ekki að vænta hagstæðra úrslita.

Alfreð Finnbogason í baráttu við Samuel Umtiti í leik liðanna á Evrópumótinu árið 2016. Fréttablaðið/Getty

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei náð að leggja Frakkland að velli inni á knattspyrnuvellinum, en liðin leiða saman hesta sína í vináttulandsleik í Guingamp í Frakklandi í kvöld.

Liðin hafa mæst 12 sinnum, en Frakkar hafa níu sinnum farið með sigur af hólmi og þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli. Liðin mættust fyrst í undankeppni HM 1958 í júní 1957. 

Þá gerðu liðin markalaust jafntefli þegar þau léku í undankeppni EM 1976 í maímánuði árið 1975. Aftur skildu liðin svo jöfn í markalausum leik í undankeppni EM 1988 í september árið 1986. 

Þriðja jafnteflið kom svo í leik liðanna á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2000 haustið 1998, en þá mættu Frakkar á Laugardalsvöllinn sem ríkjandi heimsmeistarar. Ríkharður Daðason skoraði þá mark íslenska liðsins, en Cristophe Dugarry jafnaði metin fyrir Frakkland. 

Síðasta viðureign liðanna var í átta liða úrslitum Evrópumótsins sumarið 2016, en þá komst Frakkland áfram í undanúrslitin með 5-2 sigri. Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoraðu mörk Íslands í þeim leik.   

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Þjálfari Slóveníu rekinn fyrir að gagnrýna Oblak

Fótbolti

Mbappe vonast til að fara á Ólympíu­leikana árið 2020

Fótbolti

Rubin Kazan bannað frá Evrópukeppnum

Auglýsing

Nýjast

Magnaður endasprettur skilaði Haukum sigri

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Fram ræður þjálfara

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Auglýsing