Ísland bar sigurorð af Ástralíu, 4-1, þegar liðið mættir í úrslitaleik þriðju deildar heimsmeistaramótsins íshokkí karla skipað leikmönnum 20 ára og yngri í Sofíu í Búlgaríu í gær.

Þar af leiðandi hafði Ísland betur í öllum sínunm leikjum í keppnnni og tryggði sér þáttttökurétt í annarri deild mótsins næst þegar keppt veðrur með sigrinum gegn Áströlum. Þá skoraði íslenska liðið enn fremur flest mörk allra liða á mótinu.

Íslenska liðið vann Búlgaríu, Nýja Sjáland og Mexíkó í riðlakeppninni, Tyrkland í undanúrslitum og svo Ástralíu í úrslitaleiknum.

Axel Orongan sem skoraði átta mörk fyrir Ísland á mótinu og gaf jafn margar stoðsendingar var valinn besti sóknarmaður mótsins af stjórn mótsins.