„Ísland gerði okkur virkilega erfitt fyrir, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir héldu vel skipulagi og reyndu að hægja á leiknum en í seinni hálfleik gekk okkur betur,“ sagði Granit Xhaka, fyrirliði Sviss, eftir leikinn í kvöld.

„Við náðum að skora tvö mörk sem dugðu okkur til sigurs þótt að við höfum verið ansi stressaðir þarna á lokamínútum leiksins þegar Ísland sótti stíft.“

Hann tók undir að Ísland hefði skapað sér góð færi á lokamínútum leiksins.

„Við misstum stjórn á leiknum og vorum full stressaðir að mínu mati á síðustu fimmtán mínútunum. Ísland fékk mörg góð færi og skoruðu gott mark en við reyndum að vera sniðugir og loka vel á þá og áttum sigurinn skilið.“

Hann var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn.

„Þegar ég lít til baka var fyrri hálfleikurinn ekki nægilega góður í dag en við gerðum mun betur í seinni hálfleik.“