Handbolti

Ísland fer vel af stað í undankeppninni

Ísland lagði Tyrkland að velli 36-23 í fyrstu umferð í undankeppni HM 2019 í handbolta kvenna í Skopje í Makedóníu í kvöld.

Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm mörk fyrir Ísland og Eva Björk Davíðsdóttir bætti fjórum mörkum við fyrir íslenska liðið. Fréttablaðið/Ernir

Eftir góða byrjun hjá íslenska liðinu komst liðið í 3-0 og munurinn var um það bil þrjú mörk út fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var svo 18-14 Íslandi í vil. 

Munurinn jókst síðan jafnt og þétt í seinni hálfleiknum og þrettán marka sigur varð svo staðreyndin. Lokatölur 36-23 fyrir Íslandi. 

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir voru markahæstar með átta mörk og Thea Imani Sturludóttir kom næst með fimm mörk. Guðný Jenny Ásmundsdóttir varði vel í íslenska markinu.

Ísland er einnig í riðli með Makedóníu og Aserbaídsjan og íslenska liðið mætir Makedóníu gestgjöfum riðilsins klukkan 17.00 að íslenskum tíma á morgun. 

Liðið sem hafnar í efsta sæti í riðlinum fer í umspil um laust sæti í lokakeppninni. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Handbolti

ÍBV með tvo sigra í röð | KA vann nágrannaslaginn

Handbolti

Frakkar minntu hressilega á sig

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Auglýsing