Eftir að það varð ljóst að Ísland myndi enda í sjötta sæti Evrópumótsins er um leið ljóst að Ísland þarf að leika umspilsleik upp á sæti á HM á næsta ári.

Þar gætu Strákarnir okkar mætt þjóðum á borð við Makedóníu og Portúgal en einnig þjóðum á borð við Færeyjum og Ísrael.

Dregið verður á morgun í fyrri hluta umspilsins þar sem átján þjóðir mætast tvívegis og sigurvegarinn fer áfram á næsta stig.

Þjóðirnar í fyrra umspilinu eru Austurríki, Bosnía, Hvíta-Rússland, Litháen, Makedónía, Portúgal, Slóvakía, Slóvenía, Úkraína og í efri styrkleikaflokk Belgía, Eistland, Færeyjar, Finnland, Ísrael, Grikkland, Ítalía, Rúmenía og Sviss.

Á seinni stigi undankeppninnar sem fer fram í apríl næstkomandi leika svo átján þjóðir um sæti á HM sem fer fram í Póllandi á næsta ári.

Þar eru Íslendingar ásamt Króötum, Tékkum, Þjóðverjum, Ungverjum, Svartfellingum, Hollendingum, Rússum og Serbum í efri styrkleikaflokk og bíða andstæðinga.