Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fékk að vita andstæðinga sína í undankeppni EuroBasket 2023 í dag en Spánverjar sem eru í næst efsta sæti heimslistans eru meðal liðanna í riðli Íslands.

Leikið verður í þrem gluggum sem dagsettir eru í 7.-15. nóvember 2021 og svo næst í nóvember 2022 og febrúar 2023. Efsta liðið fer áfram í lokakeppnina og fjögur stigahæstu liðin í öðru sæti riðilsins.

Ísland verður í riðli með Rúmeníu, Ungverjalandi og Spáni en íslenska kvennalandsliðið í körfubolta heldur hvorki mætt Spánverjum né Rúmenum áður.

Kvennalandsliðið hefur tvisvar mætt Ungverjalandi þar sem Ísland vann tíu stiga sigur á heimavelli en fékk 22 stiga skell á útivelli í undankeppni EM 2017.