Ísland bar sigur úr býtum 5-0 þegar liðið mætti Ísrael í öðru stigi í undan­keppni í ísokkí karla fyr­ir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Peking árið 2022 í Rúm­en­íu í dag.

Íslenska liðið hefur haft betur í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni en liðið lagði Kirg­ist­an að velli 9-4 í fyrsta leiknum í gær.

Hinn 16 ára gamli markvörður, Jóhann Björgvin Ragnarsson, lék sinn fyrsta landsleik í þessum leik og stóð hann sig vel í frumraun sinni.

Síðasti leikur Íslands í riðlinum er á móti Rúm­en­íu sem vann afar sannfærandi sigur 15-0 á móti Ísra­el í gær. Sá leikur mun að öllum líkindum skera úr um hvort Ísland kemst áfram í þriðja stig undankeppninnar.

Mörk Íslands í leiknum: Axel Orong­an 2, Mi­loslav Racan­sky, Jó­hann Már Leifs­son, Ólaf­ur Hrafn Björns­son.

Stoðsend­ing­ar: Sig­urður Þor­steins­son, Atli Sveins­son, Hafþór Sigrún­ar­son, Andri Mika­els­son, Mi­loslav Racan­sky, Ró­bert Sigurðsson, Ólaf­ur Hrafn Björns­son, Ró­bert Páls­son og Kristján Árna­son.