Ísland varð rétt í þessu Evrópumeistari í hópfimleikum með 57,250 stig. Liðið fékk jafn mörg stig og Svíþjóð en þar sem Ísland vann tvö áhöld, gólf og trampólín, og Svíþjóð hafði einungis betur á dýnunni fór titillinn heim til Íslands.

Ís­lenska kvenna­lands­liðið byrjaði mótið á frá­bæru trampólíni og fór liðið í gegnum öll stökkin sín án falls.

Kol­brún Þöll Þorra­dóttir, ein reynslu­mesta lands­liðs­konan í liðinu, keppir þar með eitt erfiðasta stökk mótsins er hún ger tvö­falt heljar­stökk með beinum líkama og þremur og hálfri skrúfu. Lending var í dýpri kantinum en það er ljóst að Kol­brún hefur gert fóta­þrekið sitt og reif hún sig upp á lappirnar.

Kolbrún Þöll að gera tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu.
Ljósmyndir/Stefán Þór Friðriksson

Kol­brún lokaði síðustu um­ferð ís­lenska liðsins á stökki yfir hest og negldi það. Ís­lensku stuðnings­mennirnir tylltust í kjöl­farið enda skilaði þetta mikil­vægum stigum í bar­áttu liðsins um Evrópu­meistara­titilinn.

Liðið fagnaði ákaft eftir síðasta stökkið á trampólíninu.
Ljósmynd/Stefán Pálsson

Ís­lenska kvenna­liðið lenti í smá örðug­leikum á trampólíni í undan­keppninni en það er ljóst að þjálfara liðsins hafa gert við­eig­andi breytingar fyrir úr­slitin í dag. Liðið hækkaði sig um 1,5 stig frá undan­keppnina á trampólíninu og fékk 17,750 stig.

Næst fór liðið á gólf en gólfæfingarnar hafa verið sterkasta á­hald ís­lenska liðsins. Stelpurnar voru með hæstu ein­kunn mótsins á gólfi í sínum flokki í undan­keppni og gerðu þær enn betur í úr­slitunum. Liðið fékk 22,300 stig fyrir gólfið sem og munaði bara 0,6 stigum á Ís­landi og Sví­þjóð eftir tvö á­höld.

Íslensku stelpurnar sýndu hvað þær eru megnunar á gólfinu.
Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Ís­lensku stelpurnar áttu þá bara dýnuna eftir á meðan þær sænsku áttu eftir að fara á trampólín.

Sænsku stelpurnar voru með tvö föll á trampólíninu og var því öll pressan á íslenska liðinu fyrir dýnuna.
Íslenska liðið ákvað að gera þetta spennandi og var einnig með tvö föll á dýnunni og því allt í járnum.

Andrúmsloftið var rafmagnað þegar stelpurnar biðu eftir að sjá lokaeinkunn liðsins og ætlaði allt um koll að keyra úrslitin voru ljós.