Íslenska karlalandsliðið í handbolta endar í 12. sæti heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Svíþjóð og Póllandi. Þetta varð ljóst eftir úrslit leikja fyrr í dag.

Ísland komst upp úr sínum riðli á mótinu eftir tvo sigra gegn Portúgal og Suður-Kóreu en tap gegn Ungverjalandi og tók því með sér tvö stig upp í milliriðil.

Segja má að slæmur kafli strákanna okkar í leik gegn Ungverjalandi, sem virtist á einum tímapunkti hafa verið unnin, hafi orðið liðinu að falli í milliriðlum en Ungverjar fara upp úr riðlinum ásamt Svíum.