Það fer allt að verða til reiðu á Englandi fyrir Evrópumótið í knattspyrnu. Flautað verður til leiks á morgun, í opnunarleiknum takast á England og Austurríki á Old Trafford. Gestgjafarnir hafa verið á fullu í undirbúningnum fyrir mótið og Ísland er boðið hjartanlega velkomið til Manchester og Rotherham þar sem leikir liðsins í riðlakeppninni fara fram.

Þetta má sjá á skiltum sem búið er að koma fyrir í borgunum þar sem segir að Manchester og Rotherham séu heimili Íslands og annara liða í riðli Stelpnanna okkar.

Fréttablaðið/GettyImages

Ísland er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi á mótinu.

Fyrsti leikur Ís­lands á mótinu er gegn Belgíu á sunnu­daginn næst­komandi. Leikurinn fer fram á Manchester City A­cademy vellinum og flautað verður til leiks klukkan 16:00 á ís­lenskum tíma.

Fréttablaðið/GettyImages

Annar leikur liðsins er gegn Ítalíu Fimmtu­daginn 14. júlí. Sá leikur fer einnig fram á Manchester City A­cademy vellinum og hefst klukkan 16:00 á ís­lenskum tíma.

Loka­leikur Ís­lands í riðla­keppninni er gegn Frakk­landi mánu­daginn 18. júlí. Leikurinn fer fram á New York leik­vanginum í Rot­her­ham og hefst klukkan 19:00 á ís­lenskum tíma.