Eftir að Bayern Munchen komst áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er ljóst að Ísland á átta fulltrúa í keppninni í vetur þrátt fyrir að Valskonur hafi dottið út í umspilinu.

Það eru Íslendingar í sex af sextán liðunum í riðlakeppninni og er því líklegt að einhverjar af landsliðskonunum okkar mætist í riðlakeppninni.

Möguleikinn er til staðar að það verði Íslendingar í öllum liðunum í riðli ef Wolfsburg (Sveindís Jane Jónsdóttir), PSG (Berglind Björg Þorvaldsdóttir), Juventus (Sara Björk Gunnarsdóttir) og Benfica (Cloé Lacassé).

Íslendingar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu:
Sveindís Jane Jónsdóttir, Wolfsburg

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSG,

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Bayern

Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Bayern

Sara Björk Gunnarsdóttir, Juventus

Guðrún Arnardóttir, Rosengard

Cloé Lacasse, Benfica