Miðvallarleikmaður Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið lánaður frá enska B-deildarliðinu Norwich City til ÍA en lánssamningurinn gildir út yfirstandandi keppnistímabil hér á landi Þetta kemur fram á vefsíðunni fotbolti.net í dag.

Ísak Snær, sem er fæddur árið 2001, var fyrr í þessum mánuði lánaður til skoska úrvalsdeildarliðsins St. Mirren og spilaði tvo leiki með liðinu. Þeim lánssamningi var hins vegar sliti þar sem reglur gilda um hámarksfjölda þeirra leikmanna en lið í Englandi og Skotlandi mega hafa á láni hverju sinni.

Þessi öflugi yngri landsliðsmaður verður löglegur með Skagaliðinu þegar liðið mætir KR í 13. umferð Íslandsmótsins að Meistaravöllum á sunnudaginn kemur. Fyrir þann leik er ÍA í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig en KR-ingar eru sæti ofar með 17 stig.

Ísak er annar leikmaðurinn sem Skagamenn fá til sín í þessum félagaskiptaglugga en áður hafði sóknartengiliðurinn Guðmundur Tyrfingsson söðlað um á Akranes frá Selfossi.