Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson lagði lóð sitt á vogarskálina þegar hann lék sinn fyrsta mótsleik fyrir sænska úrvalsdeildiðið í knattspyrnu Norrköping.

Ísak Bergmann skoraði eitt marka liðsins þegar liðið lagði IFK Timrå að velli 6-1 í forkeppni sænsku bikarkeppninnar síðdegis í dag.

Þessi 16 ára gamli miðvallarleikmaður tók gott hlaup af miðsvæðinu, fékk góða sendingu og kláraði færið af stakri prýði.

Norrköping fer þar af leiðandi örugglega áfram í riðlakeppni sænska bikarsins.