Knattspyrnumaðurinn Ísak Óli Ólafsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt, Keflavík, en hann mun leika sem lánsmaður með liðinu í sumar frá danska félaginu SönderjyskE.

Ísak Óli var á dögunum valinn í leikmannahóp U-21 árs landsliðs Íslands sem spilar á lokakeppni EM seinna í þessum mánuði. Miðvörðurinn fór frá Keflavík eftir tímabilið 2019 og gekk til liðs við SønderjyskE en hann hefur spilað 65 leiki með Keflavík og skoraði í þeim leikjum þrjú mörk.

Þessi öflugi varnarmaður varð bikarmeistari með SönderjyskE á seinustu leiktíð og lék þar stórt hluverk. Nú hefur hins vegar fallið aftar í goggunarröðina hjá danska liðinu og kemur til Keflavíkur til þess að fá fleiri mínútur inni á vellinum.

Keflavík verður nýliði í efstu deild karla í knattsspyrnu á komandi keppnistímabili.

Ísak Óli Ólafsson gengur aftur til liðs við Keflavík! Ísak Óli er kominn aftur heim í Bítlabæinn. Ísak Óli sem var á...

Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Föstudagur, 19. mars 2021