Ísak Óli Ólafsson hefur samið við danska knattspyrnufélagið Esbjerg en hann hefur leikið með uppeldisfélagi sínu, Keflavík, það sem af er yfirstandandi leiktíð.

Ísak Óli gekk til liðs við Keflavík í vor á láni frá danska úrvalsdeildarliðinu SønderjyskE sem keypti varnarmanninn árið 2019.

Lánssamningurinn átti að gilda út ágúst en danska B-deildarliðið Esbjerg hefur keypt Ísak og heldur hann til Danmerkur aftur í dag og gengst undir læknisskoðun á sunnudaginn hjá Esbjerg.