Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði eitt marka Norrköping og lagði upp annað þegar liðið lagði IFK Gautaborg að vellli með þremur mörkum gegn einu í sjöttu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld.

Ísak Bergmann kom Norrköping yfir í leiknum en þar með skoraði hann sitt fyrsta deildarmark fyrir liðið. Þessi 17 ára gamli miðvallarleikmaður lagði svo upp mark Lars Gerson stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Þetta var þriðja markið sem Ísak leggur upp fyrir Norrköping á leiktíðinni en hann lagði upp tvö marka liðsins í sigri gegn Östersund fyrr á leiktíðinni. Norrköping hefur 16 stig á toppi deildarinnar og hefur fimm stiga forskot á Sirius sem er í öðru sæti.

Markið sem Ísak skoraði í kvöld má sjá hér að neðan: