Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta skipti í byrjunarliði hjá Norrköping í leik í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla þegar liðið mætti Östuersund í fjórðu umferð deildarinnar á laugardaginn síðastliðinn.

Ísak Bergmann sem hafði komið inná sem varamaður í tveimur leikjum Norrköping í deildinni þar á undan þakkaði traustið með því að leggja upp tvö marka liðsins í 4-2 sigri. Þessi frammistaða hans skilaði honum sæti í liði umferðarinnar.

Norrköping trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Næsti leikur Norrköping er á móti Elfsborg á morgun.