Ísak Bergmann Jóhannesson mun leika sinn fyrsta mótsleik fyrir aðallið sænska knattspyrnuliðsins Norrköping þegar liðið mætir IFK Timrå í sænsku bikarkeppninni í dag.

Þessi 16 ára gamli miðvallarleikmaður hefur verið að brjóta sér leið inn í byrjunarlið aðalliðsins eftir að hann gekk til liðs við félagið frá ÍA í upphafi þessa árs.

Nú fær hann eldskírn og vonandi að frammistaða hans verði til þess að tækifærin haldi áfram að koma í framhaldinu. Oliver Stefánsson sem lék með Ísaki Bergmann á Skaganum er einnig á mála hjá Norrköping.