Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son, landsliðsmaður í fótbolta, opnaði markareikning sinn fyrir FC Kö­ben­havn þegar liðið vann sannfærandi 5-1 sigur gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi.

Ísak Bergmann gekk til liðs við FC Köbenhavn frá sænska liðinu Norrköping í síðasta mánuði. Miðvallarleikmaðurinn kom inná sem varamaður í leiknum og skoraði fimmta mark Kaupmannahafnarliðsins skömmu eftir að hann mætti til leiks.

Mark Ísaks Bergmanns má sjá hér að neðan: