Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild Ríkis­lög­reglu­stjóra, boðaði að­gerðir sem lita munu í­þrótta­starf hér­lendis á blaða­manna­fundi sem haldinn var í há­deginu í gær. Á þeim fundi voru hertar að­gerðir í sótt­vörnum kynntar en meðal þeirra að­gerða er að farið verði fram á það við í­þrótta­hreyfinguna að keppnis­leikjum í full­orðins­flokki, það er þeirra sem eru fæddir 2004 og fyrr, verði frestað um viku og móta­haldi full­orðinna, sem er sama aldurs­bil og áður greinir, verði frestað til 10. ágúst næst­komandi.

Fjölda­tak­mörkun vegna kóróna­veirunnar mun á há­degi í dag miðast við 100 ein­stak­linga í stað 500 sem gilt hefur síðustu vikurnar. Þar að auki verður tveggja metra reglan skyldu­bundin þar sem fólk kemur saman en ekki val­kvæð eins og verið hefur síðustu vikurnar. Að­gerðirnar, sem taka gildi í há­deginu í dag, hafa á­hrif á í­þrótta­lífið í landinu næstu vikurnar. Fyrr­greindar að­gerðir munu tak­marka það hvernig í­þrótta­menn geta æft.

Stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands, KSÍ, fundaði í gær um hertar að­gerðir stjórn­valda vegna CO­VID-19. Leikir gær­kvöldsins í bikar­keppni karla í knatt­spyrnu, 2. og 3. deild karla og 2. deild kvenna fóru fram sam­kvæmt leikja­dag­skrá en þeir leikir voru hins vegar án á­horf­enda.

Stjórnin sam­þykkti hins vegar að fresta leikjum í meistara- og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. Fyrir 5. ágúst verði staðan endur­metin í sam­ráði við heil­brigðis­yfir­völd. KSÍ hvetur knatt­spyrnu­hreyfinguna á­fram til að sýna var­kárni í allri starf­semi og fara að öllu með gát.

Þá á Ís­lands­mótið í golfi karla og kvenna að hefjast fimmtu­daginn 6. ágúst næst­komandi á Hlíðar­velli í Mos­fells­bæ og standa til 10. ágúst.

Móts­stjórn Ís­lands­mótsins mun á­samt nefnd sem golf­sam­band Ís­lands setti saman sem við­bragðs­hóp vegna kóróna­veirunnar funda í dag þar sem á­kvörðun verður tekin um hvort mótið mun verða haldið með ó­breyttu fyrir­komu­lagi.

Mögu­legt er að mótið verði haldið með öðru sniði en í venju­legu ár­ferði. Það er án þess að kylfu­berar fylgi kylfingum sem taka þátt á mótinu, kepp­endur gæti að sótt­vörnum og mótið fari fram án þess að á­horf­endum sé mögu­legt að fylgjast með á keppnis­stað.

Á­ætlað er síðan að halda hér á landi krikket­mót, nánar til tekið í Hafnar­firði um næstu helgi. Til stendur að sjón­varpa þeim við­burði til Ind­lands en gert er ráð fyrir um 1,5 milljónum á­horf­enda.

Frjáls­í­þrótta­sam­band Ís­lands sendi frá sér til­kynningu síð­degis í gær þar sem fram kom að veru­leg röskun geti orðið á móta­haldi í frjálsum í­þróttum það sem eftir er ársins 2020. Endur­skoðuð móta­skrá 2020 er því enn og aftur frekar til við­miðunar í stað þess að aðildar­fé­lög og iðk­endur geti gengið að því vísu að móta­haldið gangi eftir varðandi stór­mót í ágúst.