Íris Dögg Gunnarsdóttir var mætt á æfingu kvennalandsliðsins rétt fyrir hádegi í Crewe í dag en hún var kölluð inn í landsliðshópinn í gær.

Síðdegis í gær var staðfest að meiðsli Telmu Ívarsdóttur væru það alvarleg að hún kæmi ekki frekar við sögu á mótinu.

Það var því kallað á Írisi Dögg sem var mætt á æfingu kvennalandsliðsins á æfingavelli Crewe Alexandra í dag.

Áður var Cecilía Rán Rúnarsdóttir búin að meiðast á æfingu kvennalandsliðsins en Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kom inn í hennar stað.

Íris hefur áður leikið fyrir yngri landslið Íslands en þetta er fyrsta A-landsliðsverkefni hennar.